Formáli & dæmi

Formáli

Í þessu skjali fer ég yfir hugtök og hugmyndir sem eru nauðsynleg undirstaða þess að skilja þau umfjöllunarefni sem koma í framhaldinu. Athugið að þetta er með öllu óyfirfarið efni, svo villur gætu leynst í textanum.

Dæmi sem verður unnið með.

Við viljum vita hvort háskólamenntaðir fái hærri laun heldur en þau sem hafa ekki háskólamenntun á Íslandi.

Hér höfum við afmarkað þýði – við erum að skoða fólk með búsetu á Íslandi. Úr þýði Íslendinga myndum við draga úrtak og athuga menntun og mánaðarlaun hvers einstaklings í úrtakinu. Rannsóknarspurningin er einnig skýr en hana mætti endurorða á eftirfarandi hátt: Við viljum athuga hvort meðal mánaðarlaun á Íslandi séu að jafnaði ólík á milli tveggja hópa; þeirra sem hafa háskólamenntun og þeirra sem hafa hana ekki. 1

Footnotes

  1. Spurningin gæti þó verið sett upp á ólíkan hátt eftir því hvernig við kjósum að mæla breyturnar og hvaða tölfræðiaðferð við notum↩︎