Nöfn

Ein breyta

colnames(df)[nr breytu] <- "nýtt nafn"
  • passa sig: ef gagnasafni er breytt seinna, þá gæti nr breytu breyst
names(df)[names(df) == 'gamla nafnið'] <- "nýtt nafn"
  • Þessi aðferð er almennt betri, því gagnasafni er breytt enn frekar þá mun fyrsta aðferðin mögulega breyta rangri breytu.

Nokkrar breytur

colnames(df)[1:4] = c("breyta","breyta","breyta","breyta")
  • Þetta breytir nafni breyta sem eru nr 1-4 í gagnasafninu.
  • passa sig: ef gagnasafni er breytt síðar, þá gæti röðun breyta einnig breyst.
rename(df, c("old1"="new1","old2"="new2"))

Allar breytur

colnames(df) <- c("nafn","nafn","nafn")
  • Nöfn þurfa að vera í sömu röð og breyturnar birtast með str(df)

Breyta hluta af nafni allra breyta

names(df)[x:y] =paste0("xx", 1:50)
  • Nota til að endurskíra margar breytur í einu eftir ákveðnu sequence.
  • x og y er skipt út fyrir röðun þeirra breyta sem ég vil að breytingin taki til
  • Hér er ég t.d. að láta breytur nr x til y heita “xx” með tölugildi á bak við. Það er; “xx1”, “xx2”, “xx3”,“xx4”….”xx50” osfrv.

Villa í breytunafni

head(df) #sjá nákvæmlega hvað gallaða nafnið er. 
df$nybreyta <-(df$gallaðnafn) #afrita gallaða nafnið frá head. 

Lýsing (label) breytu

var_lab(df$breyta) = "lýsing breytu"