Töflur
ATHUGA: Þessi síða er óunnin og mikið vantar
Í síðasta kafla vorum við búin að fá ýmsar upplýsingar sem við viljum nú setja upp í fallega töflu sem við getum verið stolt af.
kableExtra
Pakkinn kableExtra býður okkur upp á að geta sett hluti beint inn í skipunina kable() svo úr fáist falleg tafla.
Í síðasta hluta notuðum við pípur til að taka saman upplýsingar, nú viljum við vista þetta sem hlut sem við getum skellt beint inn í kable():
tafla <- df %>%
group_by(sveitarfélag) %>%
summarise(mean(verð), sd(verð), min(verð), max(verð), mean(stærð), sd(stærð), min(stærð), max(stærð)) - ATH. hér hef ég bætt við fleiri mælingum í summarise
Við getum nú skellt töflunni beint inn í kable()
kable(tafla)| sveitarfélag | mean(verð) | sd(verð) | min(verð) | max(verð) | mean(stærð) | sd(stærð) | min(stærð) | max(stærð) |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Garðabær | 60687.77 | 14064.18 | 33000 | 96500 | 188.3670 | 53.78256 | 73.2 | 330.2 |
| Hafnarfjörður | 54935.94 | 11787.48 | 23900 | 85000 | 201.3162 | 54.77713 | 60.7 | 439.9 |
| Kópavogur | 60412.50 | 11735.98 | 32000 | 92000 | 199.2776 | 47.34589 | 105.6 | 315.1 |
| Mosfellsbær | 53436.84 | 12845.85 | 24900 | 82500 | 198.9447 | 65.09178 | 61.9 | 350.5 |
| Reykjavík | 59387.17 | 13013.51 | 29000 | 94550 | 205.4099 | 59.37543 | 56.6 | 420.9 |
Þetta er nú ekki beint falleg tafla, svo nú ætlum við að laga hana aðeins. Fyrir neðan töfluna má finna útskýringu á þeim skipunum sem notaðar voru hér, í sömu röð og þær birtast í kóðabútnum. Listi með skipunum kable() má finna hér. Þessi síða gefur síðan enn fleiri dæmi þar sem aðrar undirskipanir kableExtra eru notaðar.
kable(tafla, digits=2,
caption = "Dreifing verðs og stærðar eftir sveitarfélagi",
format.args = list(decimal.mark = ",", big.mark = "."),
col.names = c("Sveitarfélag", "Meðaltal", "Staðalfrávik", "Lægsta", "Hæsta", "Meðaltal", "Staðalfrávik", "Lægsta", "Hæsta"),
table.attr = "style='width:110%;'") %>%
add_header_above(c(" " = 1, "Verð" = 4, "Stærð" = 4), font_size = 16) %>%
kable_styling(bootstrap_options = "striped") | Sveitarfélag | Meðaltal | Staðalfrávik | Lægsta | Hæsta | Meðaltal | Staðalfrávik | Lægsta | Hæsta |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Garðabær | 60.687,77 | 14.064,18 | 33.000 | 96.500 | 188,37 | 53,78 | 73,2 | 330,2 |
| Hafnarfjörður | 54.935,94 | 11.787,48 | 23.900 | 85.000 | 201,32 | 54,78 | 60,7 | 439,9 |
| Kópavogur | 60.412,50 | 11.735,98 | 32.000 | 92.000 | 199,28 | 47,35 | 105,6 | 315,1 |
| Mosfellsbær | 53.436,84 | 12.845,85 | 24.900 | 82.500 | 198,94 | 65,09 | 61,9 | 350,5 |
| Reykjavík | 59.387,17 | 13.013,51 | 29.000 | 94.550 | 205,41 | 59,38 | 56,6 | 420,9 |
Útskýring á hverjum hluta:
digits=2 # Tveir aukastafir
caption = “nafn”) # Gefur töflunni sjálfri nafn
format.args = list(decimal.mark = “,”, big.mark = “.”) # Komma táknar aukastafi, punktur táknar þúsundir
col.names = c(“nafn”,“nafn”,“nafn”……) # Endurskíri alla dálka
table.attr = “style=‘width:110%;’” # Stilli stærð töflu
add_header_above(c(” ” = 1, “Verð” = 4, “Stærð” = 4) # Gef yfirdálkum nafn, sá fyrsti er auður (yfir sveitarfélagi), “Verð” er yfir næstu 4 dálkum og stærð yfir næstu 4
kable_styling(bootstrap_options = “striped”) # Setur gráan bakgrunn í annarri hverri röð
Smíðum töflur sjálf
Til þess að við getum sett eitthvað innan svigans hjá kable() þá þurfum við jú að vera með einn hlut sem inniheldur allar upplýsingarnar sem eiga að vera í töflunni.
Þetta getur flækst aðeins fyrir þegar við kunnum að fá allar upplýsingar í sitthvoru lagi en kunnum ekki að sameina þær upplýsingar í eina töflu.
cbind() og rbind() koma þá að gagni með því að sameina töflur.
- cbind() sameinar töflur eftir columns á meðan rbind() sameinar þær eftir rows
hlutur <- cbind(hlutur1, hlutur2)Þarna gæti t.d. hlutur 1 verið colMeans(df) og hlutur 2 verið apply(df, 2, sd).
Við hefðum einnig geta gert það beint með hlutur <- cbind(colMeans(df), apply(df,2,sd))
Úr þessu fæst tafla sem gefur meðaltöl og staðalfrávik fyrir gagnasafnið í einni töflu.