Aðfallsgreining hlutfalla
ATHUGA: Þessi síða er að mestu óunnin og mikið vantar
Fylgibreyta
Þar sem fylgibreytan er nú flokkabreyta mun R nota þann hóp sem kemur fyrr í stafrófinu sem samanburðarbreytu. Oft þykir okkur rökréttara að snúa þessu við til að auðvelda túlkun. Við notum relevel() til þess.
df$fylgibreyta <- relevel(df$fylgibreyta, "samanburðarhópur")- Hér er nafn hópsins líkt og hann birtist með levels() sett í stað “samanburðarhópur”.
Smíðum líkan
Við notum nú glm() (generalized linear model).
log.likan <- glm(fylgibreyta ~ frumbreyta, family="binomial", data= df)- passa sig: Hér hefur family= “binomial” bæst við, þetta er nauðsynlegt svo aðfallsgreining hlutfalla fáist. Sé ekkert valið undir family mun hefðbundin línuleg aðfallsgreining vera notuð og því fást sömu niðurstöður og ef skipunin lm() hefði verið notuð.
Samvirkni
Samvirkni er bætt við á sama hátt og áður, með * eða :.
log.likan <- glm(fylgibreyta ~ frumbreyta1 + frumbreyta2 + frumbreyta1*frumbreyta2, data=df)Niðurstöður líkans
Niðurstöður líkans fást með summary().
summary(log.likan)Getum einnig fegrað niðurstöðurnar með summ() úr pakkanum jtools
summ(log.likan)- Athugið að niðurstöðurnar sem fást í R eru örlítið frábrugðnar þeim sem fást þegar skjalið hefur verið prjónað líkt og hér að ofan.
Niðurstöðurnar sem fást með summary() eru ekki þær sömu og fást með summ(). Null deviation og Residual deviation fæst aðeins með summary() á meðan útreiknaðar niðurstöður kí-kvaðrat og marktekt þess fæst aðeins með summ()
Hallastuðlar
Hallastuðlar fást eins og áður, með coef(). Sá hallastuðull sem fengist er þó enn á formi lógariþma og því illtúlkanlegur. Við viljum því taka andlógariþma af honum til að fá gildi sem við getum túlkað.
exp(coef(log.likan))- Þegar andlógariþmi er tekin af hallastuðli fæst áhættuhlutfall (OddsRatio). Þar sem 1 táknar enga breytingu, gildi undir 1 táknar lækkun og gildi yfir 1 táknar hækkun.
- Þ.e. ef áhættuhlutfall er yfir 1 þýðir það að þegar frumbreyta hækkar, þá aukast líkur á útkomunni - að viðkomandi tilheyri hópi sem tekur gildið 1 á fylgibreytu, og vice versa ef áhættuhlutfall er undir 1.
Öryggisbil
Öryggisbil fást einnig líkt og áður en til að losna við lógariþmann þurfum við að nota exp().
exp(confint(log.likan))
exp(Confint(log.likan))- Ath. að hér væri núlltilgáta möguleg ef 1 félli innan bilsins, en ekki 0 líkt og við erum vön.
Myndrit
allEffects
effects.likan <- allEffects(log.likan) #vista áhrifin sem hlut
options(OutDec = ‘,’) #kommur í stað punkta fyrir aukastafi
plot(effects.likan, type='response', grid=TRUE, ylim=c(0,1), ylab= "Líkur á bata", main="", xlab="Meðferð") #Bið um myndrit