Myndrit

ATHUGA: Þessi síða er óunnin og mikið vantar

Dreifing breyta

Fyrst ætlum við að fá einfalt myndrit af breytunum í gagnasafninu

plot(df)

Ef ég vil ekki allar breyturnar get ég valið hverjar birtist með því að skilgreina röðun þeirra með: plot(~breyta1 + breyta2 + breyta3 + breyta4, data=df).

  • Það er líka sniðugt að gera þetta og setja upp þannig að fylgibreyta sé fremst í röðinni, þannig er túlkun auðveld því fylgibreytan er á Y-ás borin saman við allar aðrar breytur í efstu röð.

Einfalt fylgnirit

Getum notað plot() til að fá einfalt fylgnirit

plot(y ~ x, data=df)
  • þar sem y er skipt út fyrir þá breytu sem á að fara á y-ás, x skipt út fyrir þá breytu sem á að fara á x-ás og df er skipt út fyrir nafn gagnasafns.