Uppfærslur

Uppfæra baseR (R-GUI)

Til að uppfæra R-GUI er fyrsta skrefið eðlilega að opna R

  1. Ná í og opna nýjasta installr pakkann.
install.packages("installr"); library(installr)
  • ATH. það gæti komið villa “R library is not writable” Auðveld leið framhjá þessu er einfaldlega að opna R-GUI með því að hægri smella á forritið og velja “run as administrator”
  1. Uppfæra R
updateR()
  • Það er líka hægt að fara í nýja tab-inn “installr” sem er núna kominn í efstu valmyndina.

Uppfæra RStudio

Ef RStudio þarfnast uppfærslu mun það láta þig vita. Þú getur einnig farið í valmyndina, ýtt á Help og þar valið Check for Updates.

Þurfir þú að uppfæra RStudio er ferlið slíkt að þér er beint áfram á vefsíðu R þar sem þú niðurhalar nýjustu útgáfu forritsins.

  • Punkturinn hér er sá að við erum gjarna vön því að þegar önnur forrit eru uppfærð þá sé hreinlega ýtt á “update” takka. Það sem er frábrugðið í RStudio er að við erum látin sækja nýja útgáfu forritsins á netinu.

  • Þetta ferli gefur gjarna þá tilfinningu að við séum að tvísækja forritið og óttumst vandamál sem gætu fylgt því.

  • Hér þarf þó engar áhyggjur að hafa - það að niðurhala nýjustu útgáfu forritsins er sú leið sem er rétt að fara (þ.e. þú þarft ekki að uninstall-a fyrri útgáfu áður en þú nærð í þá nýrri).